Fínir möguleikar Hannesar í Meistaradeildinni

Hannes Þór og félagar í Qara­bag frá Aser­baíd­sj­an eiga ágæta …
Hannes Þór og félagar í Qara­bag frá Aser­baíd­sj­an eiga ágæta möguleika í Meistaradeildinni. Ljósmynd/@FKQarabaghEN

Dregið var til 3. umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í dag og þar voru þrjú Íslendingalið í pottinum.

Fulltrúar Íslands í keppninni í ár eru auðvitað dottnir úr leik en Íslandsmeistarar Valsara féllu úr leik gegn norsku meisturum Rosenborg í fyrstu umferðinni í síðustu viku. Rosenborg mætir skosku meisturunum frá Celtic í annarri umferðinni og sigurlið þess einvígis var svo dregið gegn AEK Aþenu frá Grikklandi í þriðju umferðinni.

Þrír Íslendingar eru þó enn í keppninni. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qara­bag frá Aser­baíd­sj­an mæta albanska liðinu Kukes í annarri umferð og, hafi þeir betur þar, mæta þeir annaðhvort BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi eða Helsinki frá Finnlandi. Það er því ágætismöguleiki á því að Hannes og félagar geti komist lengra í keppninni en þessi lið eru ekki sérlega hátt skrifuð.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er svo á mála hjá Malmö í Svíþjóð sem mætir CFR Cluj frá Rúmeníu í annarri umferðinni. Nái þeir að leggja Rúmenana að velli bíða þeirra annaðhvort Ludogorets frá Búlgaríu eða Vidi frá Ungverjalandi.

Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg mæta AEK frá Aþenu, nái þeir að slá út skosku meistarana Celtic.

Drátturinn í heild er hér að neðan en leikirnir fara fram í næsta mánuði. Fyrri umferðin verður spiluð 7. og 8. ágúst en sú síðari þann 14. ágúst. Lið Íslendinga eru feitletruð.

Celtic (Skotlandi)/Rosenborg (Noregi) - AEK Aþena (Grikklandi)
Salzburg (Austurríki) - Shkëndija (Makedóníu)/Sheriff (Moldóvu)
Rauða Stjarnan (Serbíu)/Suduva (Litháen) - Legia Varsjá (Póllandi)/Spartak Trnava (Slóvakíu)
Kukes (Albaníu)/Qara­bag (Aser­baíd­sj­an) - BATE Borisov (Hvíta-Rússlandi)
Astana (Kasakhstan)/Midtjylland (Danmörku) - Dinamo Zagreb (Króatíu)/Hapoel Beer-Sheva (Ísrael)
CFR Cluj (Rúmeníu)/Malmö (Svíþjóð) - Ludogorets (Búlgaríu)/Vidi (Ungverjalandi)
Standard Liège (Belgíu) - Ajax (Hollandi)/Sturm Graz (Austurríki)
Benfica (Pórtugal) - Fenerbahce (Tyrklandi)
Slavia Prag (Tékklandi) - Dynamo Kíev (Úkraínu)
PAOK (Grikklandi)/Basel (Sviss) - Spartak Moskva (Rússlandi)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert