Modric vill ólmur komast til Inter

Luka Modric vill fara til Ítalíu.
Luka Modric vill fara til Ítalíu. AFP

Luka Modric vill ólmur fara frá Evrópumeisturum Real Madrid til Inter á Ítalíu samkvæmt Sky á Ítalíu. Real Madrid hefur hins vegar engan áhuga á að selja miðjumanninn. 

Real er hins vegar reiðubúið að leita að öðrum miðjumanni, fari það svo að Modric yfirgefi félagið. Tiago Alcantara hjá Bayern er einn þeirra, ásamt Christian Eriksen, leikmanni Tottenham.

Fjórir landsliðsmenn Króata eru fyrir hjá Inter, sem er meginástæða þess að Modric vill færa sig um set, en hann er lykilmaður í króatíska landsliðinu sem fór alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi. 

mbl.is