Hólmbert skoraði þrennu

Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.

Hólmbert Aron Friðjónsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4:1-stórsigri Aalesund á Florø í B-deild Noregs í fótbolta í kvöld. Hann kom Aalesund í 2:0 og í 3:1 og lék allan leikinn. Hann hefur nú skorað 14 mörk í 18 leikjum í deildinni. 

Aron Elís Þrándarson lék einnig allan leikinn fyrir Aalesund en Adam Örn Arnarson var allan tímann á varamannabekknum og Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópnum. 

Aalesund er í toppsæti deildarinnar með 42 stig, fjórum meira en Mjøndalen.

mbl.is