Geta valið úr hlaðborði

Toby Alderweireld og Romelu Lukaku léttir í bragði á æfingu …
Toby Alderweireld og Romelu Lukaku léttir í bragði á æfingu belgíska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Eggert

Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu bíður erfitt verkefni í kvöld þegar sókndjarft lið Belgíu mætir á Laugardalsvöllinn í Þjóðadeild UEFA. Belgar geta valið úr hlaðborði snjallra knattspyrnumanna enda er liðið nú í 2. sæti FIFA-listans og heillaði marga með leik sínum á HM í Rússlandi.

Íslensku landsliðsmennirnir fengu 6:0-skell í fyrsta leik sínum í keppninni í Sviss á laugardaginn. Hvaða áhrif hafa slík úrslit á liðið í kvöld? Því er ekki auðvelt að svara en sjálfstraust okkar manna hlýtur að hafa orðið fyrir höggi. Á hinn bóginn mæta menn oft brjálaðir til leiks þegar stoltið er sært. Íslenska liðinu hefur oft tekist vel upp á síðustu árum á móti bestu liðum heims. Vonandi verður það einnig upp á teningnum í kvöld.

Sóknarþungi Belga getur verið mikill, sérstaklega þegar leikmaður eins og Eden Hazard er í stuði. Erik Hamrén landsliðsþjálfari mun væntanlega fara þá leið að breyta leikkerfi liðsins úr 4-4-2 eins og það var í Sviss yfir í 4-5-1. 

Sjá nánari umfjöllun um leik kvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert