Khedira hjá Juventus næstu árin

Sami Khedira.
Sami Khedira. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Sami Khedira framlengdi í dag samning sinn við ítalska meistaraliðið Juventus.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður er nú samningsbundinn Juventus til ársins 2021 en hann kom til félagsins frá Evrópumeisturum Real Madrid fyrir þremur árum.

Khedira hefur spilað 80 deildarleiki fyrir Juventus og hefur skorað í þeim 20 mörk en hann á að baki 77 leiki með þýska landsliðinu og hefur í þeim skorað 7 mörk.

mbl.is