AC Milan líklegur áfangastaður Ramsey

Aaron Ramsey skoraði fyrir Arsenal gegn Fulham um helgina.
Aaron Ramsey skoraði fyrir Arsenal gegn Fulham um helgina. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Aaron Ramsey gæti yfirgefið herbúðir Arsenal í sumar og að sögn Sky á Ítalíu hefur Ivan Gasidiz, stjórnarformaður ítalska félagsins AC Milan, sett sig í samband við Ramsey. 

Samningur Ramsey við Arsenal rennur út næsta sumar og lítið hefur gengið í samningaviðræðum miðjumannsins og félagsins. Ramsey og Gasidiz unnu saman hjá Arsenal og þekkjast vel. 

Ramsey hefur einnig verið orðaður við félög eins og Chelsea, Juventus og Liverpool og þykir ólíklegra með hverjum deginum að hann verði áfram hjá Arsenal. 

mbl.is