Fararsnið á Orra Sigurði

Orri Sigurður Ómarsson og Atli Guðnason í leik Vals og …
Orri Sigurður Ómarsson og Atli Guðnason í leik Vals og FH í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Orri Sigurður Ómarsson vill losna frá norska liðinu Sarpsborg í janúar þar sem hann fær ekki að spreyta sig með aðalliðinu. 

Orri greinir frá þessu fyrirætlunum sínum í samtali við netmiðilinn Fótbolta.net í dag. Þar kemur jafnframt fram að Orri sé ekki með nýjan áfangastað í sigtinu enda á hann eftir tvö ár af samningi sínum við norska liðið. Því er ljóst að til sögunnar þarf að koma félag sem vill kaupa Orra eða fá hann að láni. 

Orri Sigurður er uppalinn í HK en átti stóran þátt í sigri Vals á Íslandsmótinu í fyrra. Fyrri hluta sumarsins lánaði Sarpsborg hann til HamKam sem leikur í b-deildinni norsku og þar var Orri fram í júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert