Young fékk 1 af 10 mögulegum

Ashley Young átti ekki gott gærkvöld.
Ashley Young átti ekki gott gærkvöld. AFP

Ashley Young, fyrirliði Manchester United, átti ekki sinn besta dag er liðið tapaði fyrir Barcelona í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi, 0:1. 

Young hefur ekki spilað vel að undanförnu og átti hann sérstaklega erfiðan dag í gær. Staðarmiðilinn Manchester Evening News var ekki að skafa af hlutunum í einkunnagjöf sinni eftir leik. 

Miðillinn gefur Young 1 af 10 mögulegum í einkunn. „Hann hefur ekki spilað vel í nokkurn tíma og hann hrundi á móti Barcelona. Hann gat ekki komið boltanum nægilega fljótt frá sér. Hann gæti misst sætið sitt," sagði miðilinn. 

Young var ekki sá eini sem fékk slaka einkunn frá miðlinum. Romelu Lukaku fékk 3, Paul Pogba 4 og Luke Shaw 3. David de Gea, Victor Lindelöf, Fred og Scott McTominay fengu hæstu einkunn miðilsins eða 7. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert