Gengur frá samningi við Juventus í dag

Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt. AFP

Sögunni endalausu um Matthijs de Ligt, fyrirliða Ajax, er loks að ljúka en hann mun í dag halda til Tórínó og ganga frá samningi við Ítalíumeistara Juventus.

Juventus og Ajax eru sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið en talið er að Juventus greiði 75 milljónir evra fyrir miðvörðinn sterka en sú upphæð jafngildir um 10,7 milljörðum íslenskra króna. Barcelona, Manchester United og Paris SG hafa verið á höttunum eftir De Light í allt sumar en Juventus hafði að lokum best í baráttunni.

De Light er 19 ára gamall sem hefur skorað 3 mörk í 77 leikjum með Ajax og þá hefur hann skorað 2 mörk í 17 leikjum með hollenska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert