Þjóðverjar misstu niður tveggja marka forskot

Lucas Alario fagnar fyrra marki sínu í kvöld.
Lucas Alario fagnar fyrra marki sínu í kvöld. AFP

Þýskaland og Argentína skildu jöfn 2:2 í vináttulandsleik í knattspyrnu á Signal Iduna Park í Dortmund í Þýskalandi í kvöld.

Serge Gnabry, leikmaður Bayern München sem skoraði fjögur mörk í 7:2 sigri liðsins gegn Tottenham í Meistaradeildinni, kom Þjóðverjum í forystu á 15. mínútu og hann lagði svo upp mark fyrir Kai Havertz átta mínútum síðar.

Argentínumenn svöruðu fyrir sig í seinni hálfleik. Lucas Alario, leikmaður þýska liðsins Bayer Leverkusen, minnkaði muninn á 66. mínútu og hann var aftur á ferðinni á 85. mínútu þegar hann jafnaði metin fram hjá Marc-Andre ter Stegen sem varði mark Þjóðverja í kvöld.

mbl.is