Líklegt byrjunarlið Frakka

Leikmenn franska landsliðsins í flugvélinni á leið til Íslands í …
Leikmenn franska landsliðsins í flugvélinni á leið til Íslands í dag. Ljósmynd/fff.fr

Heimsmeistarar Frakka eru mættir til Íslands og taka sína fyrstu æfingu á Laugardalsvellinum klukkan 18 en Ísland og Frakkland eigast við í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Markvörðurinn og fyrirliðinn Hugo Lloris, Paul Pogba og Kylian Mbappé verða ekki með heimsmeisturunum þar sem þeir glíma allir við meiðsli en engu að síður er valinn maður í hverju rúmi hjá Frökkunum.

Franska íþróttablaðið L'équipe spáir því að byrjunarlið Frakka í leiknum annað kvöld verði þannig skipað:

Mandanda – Pavard, Varane (fyrirliði), Lenglet, Digne (eða Hernandez) – Coman, Tolisso (eða Sissoko), Kanté, Matuidi – Giroud, Griezmann.

mbl.is