„Hef aldrei kynnst öðru eins“

Jóhannes Harðarson fagnar með liðsmönnum sínum í leikslok.
Jóhannes Harðarson fagnar með liðsmönnum sínum í leikslok. Ljósmynd/Start/Tobias Svensson

„Þetta var sjúk upplifun,“ sagði Skagamaðurinn Jóhannes Þór Harðarson, knattspyrnustjóri Start í Noregi, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Start vann sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili eftir lygilega atburðarás í umspili við Lilleström en síðari leikur liðanna fór fram á miðvikudagskvöldið.

Liðsmenn Start stöldruðu við í höfuðstaðnum Osló og fögnuðu úrvalsdeildarsætinu þar að leiknum loknum. Þegar blaðið spjallaði við Jóhannes í gær var hópurinn í rútu á leið heim til Kristiansand en þar beið þeirra móttaka til að fagna árangrinum sem náðst hefur.

Start vann fyrri leikinn gegn Lilleström 2:1 á heimavelli. Lilleström vann síðari leikinn 4:3 og Start komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Segir það alls ekki alla söguna því Lilleström komst í 4:0 í síðari leiknum.

„Þetta var eiginlega fáránlegt. Ramminn í kringum leikinn var mjög skemmtilegur. Margir stuðningsmenn voru á leiknum frá báðum liðum og brjáluð stemning. Við vorum jú í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn en í gær (á miðvikudag) þá skoruðu þeir á 2. mínútu og allt fór á hvolf. Þeir skoruðu annað fyrir hlé og þá varð auðvitað allt vitlaust hjá þeirra stuðningsmönnum. Þeir skoruðu þriðja og fjórða markið tiltölulega snemma í síðari hálfleik. Þá gerðum við breytingar sem heppnuðust. Við höfðum sett upp ákveðnar áætlanir ef við þyrftum að skora á lokakaflanum eða ef við þyrftum að verjast. En 4:0 var ekki eitthvað sem við höfðum séð fyrir.“

Sjá viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »