Skoraði í miklum markaleik

Elías Már Ómarsson
Elías Már Ómarsson Ljósmynd/Excelsior

Excelsior gerði í kvöld 3:3-jafntefli við varalið AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í fótbolta. Elías Már Ómarsson var á meðal markaskorara Excelsior. 

Íslenski sóknarmaðurinn skoraði annað mark liðsins á 75. mínútu er hann jafnaði í 2:2. Er Elías kominn með átta mörk í 18 leikjum á leiktíðinni. 

Excelsior er í sjöunda sæti deildarinnar með 41 stig eftir 26 leiki. Sæti 3-8 fara í umspil um sæti í efstu deild. 

mbl.is