Íslenski varnarmaðurinn enn að glíma við meiðsli

Ragnar Sigurðsson leikur ekki í kvöld.
Ragnar Sigurðsson leikur ekki í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Danska liðið FC København og Basaksehir frá Tyrklandi mætast í síðari leik liðanna 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta á Parken í Kaupmannahöfn klukkan 16:55 í dag. 

Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er að glíma við meiðsli og verður ekki með danska liðinu. Gerði Ragnar nýjan samning við FCK á dögunum og verður með liðinu út næsta tímabil. 

Ragnar hefur mikið glímt við meiðsli síðustu mánuði og aðeins leikið þrjá deildarleiki með FCK frá því í janúar og tvo leiki í Evrópudeildinni. 

mbl.is