Chelsea án lykilmanns

Thiago Silva hefur komið mjög vel inn í byrjunarlið Chelsea.
Thiago Silva hefur komið mjög vel inn í byrjunarlið Chelsea. AFP

Thiago Silva, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, verður ekki með liðinu í kvöld þegar það mætir Krasnodar í Meistaradeild Evrópu í Rússlandi.

Silva, sem er 36 ára gamall, gekk til liðs við Chelsea á frjálsri sölu í sumar en hann lék með PSG í Frakklandi í átta ár áður en hann skrifaði undir eins árs samning við Chelsea.

Krasnodar verður án átta lykilmanna í leiknum en kórónuveiran hefur herjað á leikmenn rússneska liðsins sem og meiðsli.

Silva var að jafna sig á meiðslum í upphafi tímabils en hann hefur byrjað síðustu leiki Chelsea og hjálpað því að halda marki sínu í hreinu í síðustu tveimur viðureignum.

Miðvörðurinn fær hins vegar hvíld í kvöld fyrir leikjatörnina fram undan en vegna kórónuveirufaraldursins er leikið ansi þétt í Evrópu um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert