Ekki hvetjandi að spila í Evrópudeildinni

José Mourinho var pirraður eftir leik gærkvöldsins í Evrópudeildinni.
José Mourinho var pirraður eftir leik gærkvöldsins í Evrópudeildinni. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki sáttur með sína menn eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn LASK í Evrópudeildinni í Austurríki í gær.

Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Tottenham er svo gott sem öruggt um sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem liðið er í öðru sæti J-riðils með 10 stig.

Þrátt fyrir það var Mourinho pirraður út í sína menn í leikslok.

„Ég var ekki að læra neitt nýtt eftir þennan leik í kvöld,“ sagði Mourinho í samtali við Sky Sports eftir leikinn í Austurríki.

„Riðlakeppni Evrópudeildarinnar hefur ekki hvetjandi áhrif á leikmenn mína og ég vissi það fyrir. Á sama tíma hef ég líka lært það að sumir leikmenn eru mikilvægari en aðrir.

Ég sá það strax í upphitun að það var miklu meiri ákefð í leikmönnum LASK og úrslitin komu mér því alls ekki á óvart,“ bætti Portúgalinn við.

mbl.is