Andaði ekki og var ekki með púls

Eriksen fer af velli á börum í gær.
Eriksen fer af velli á börum í gær. AFP

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen barðist fyrir lífi sínu á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn í fyrsta leik Dana á EM gegn Finnum í gær.

Morten Boesen, læknir danska liðsins, sagði við TV2 í Danmörku að Eriksen hefði ekki andað og ekki verið með púls þegar hann fór inn á völlinn að huga að miðjumanninum.

„Þegar við komum að honum var hann með púls og andaði. Það breyttist síðan og við hófum hjartahnoð. Við fengum frábæra hjálp frá öðrum læknum og náðum honum aftur til okkar,“ sagði Boesen.

Eriksen hneig niður undir lok fyrri hálfleiks og var óttast um líf hans. Eftir nokkra aðhlynningu komst hann aftur til meðvitundar og á spítala.

mbl.is

Bloggað um fréttina