Fjögurra stiga forysta á toppnum

Elías Rafn Ólafsson
Elías Rafn Ólafsson Ljósmynd/Szilvia Micheller

Elías Rafn Ólafsson og félagar í Midtjylland eru með fjögurra stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Randers en Elías var einn tveggja Íslendinga sem voru að spila í deildinni í dag.

Midtjylland er með átta sigra og tvö töp eftir tíu umferðir og hefur 24 stig á toppi deildarinnar. Lið Kaupmannahafnar kemur næst með 20 stig en á þó leik til góða, mætir Nordsjælland í dag. Elías Rafn lék allan leikinn í marki toppliðsins í dag en hann hefur fengið tækifærið í markinu undanfarið vegna meiðsla Jon­as Lössl.

Þá spilaði Aron Elís Þrándarson allan tímann á miðjunni hjá OB sem heimsótti Viborg. Liðin skildu jöfn 1:1 en Aron og félagar eru í 7. sæti með 11 stig.

mbl.is