Mörk Hollands komu seint og síðar meir

Lieke Martens skoraði annað marka Hollands í kvöld.
Lieke Martens skoraði annað marka Hollands í kvöld. AFP

Evrópumeistarar Hollands unnu góðan 2:0 sigur á útivelli gegn Hvíta-Rússlandi í C-riðli, riðlinum sem Ísland er í, í undankeppni HM 2023 í knattspyrnu kvenna í kvöld.

Þrátt fyrir að sigurinn hafi að endingu verið fremur öruggur héldu Hvít-Rússar Hollendingum vel í skefjum lengi framan af.

Það var enda ekki fyrr en á 71. mínútu sem Hollendingar brutu ísinn. Þá skoraði Lieke Martens.

Stíflan var greinilega brostin því Danielle van de Donk tvöfaldaði forystuna aðeins fjórum mínútum síðar, á 75. mínútu.

Þrátt fyrir að hafa fengið talsvert af færum til að bæta við mörkum í kjölfarið skoruðu þær hollensku ekki fleiri mörk og tveggja marka sigur því niðurstaðan.

Holland er eftir sigurinn áfram á toppi C-riðils með 10 stig að loknum fjórum leikjum.

Ísland er á meðan með þrjú stig í þriðja sætinu en tyllir sér í annað sætið með sex eftir þrjá leiki sigri liðið Kýpur í kvöld. Á Laugardalsvelli er staðan 3:0 Íslandi í vil í hálfleik og því verður það að teljast ansi líklegt.

mbl.is