Bjarni kynntur hjá nýju félagi

Bjarni Mark Antonsson er orðinn leikmaður Start.
Bjarni Mark Antonsson er orðinn leikmaður Start. Ljómsmynd/Start

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Mark Antonsson hefur gert þriggja ára samning við norska B-deildarfélagið Start. Hann kemur til félagsins frá Brage í Svíþjóð.

Bjarni var eftirsóttur af félögum í Svíþjóð og Danmörku en hann segir valið hafa verið auðvelt um leið og Start sýndi áhuga.

„Start er stórt félag í huggulegri borg. Íslendingar hafa áður spilað með Start og þetta var auðvelt val,“ er haft eftir Bjarna á heimasíðu Start. Bjarni er miðjumaður sem á tvo A-landsleiki að baki.

Bjarni, sem lék með KA og Fjarðabyggð í 1. deild árin 2014-15, með Kristianstad í sænsku C-deild­inni 2016-17 og KA í úr­vals­deild­inni 2018, hef­ur leikið með Bra­ge í sænsku B-deild­inni und­an­far­in þrjú ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka