Íslendingaliðin á toppnum

Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru á toppnum …
Guðrún Arnardóttir og liðsfélagar hennar í Rosengård eru á toppnum í Svíþjóð. Ljósmynd/@FCRosengard

Íslendingaliðin Rosengård og Häcken eru áfram ósigruð í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu en liðin unnu bæði sína leiki í deildinni í dag.

Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengård þegar liðið vann 2:0-útisigur gegn Örebro en Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með Örebro.

Rosengård er með 21 stig í efsta sætinu en Örebro er með 12 stig í því níunda.

Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður á 72. mínútu hjá Häcken þegar liðið vann 3:1-heimasigur gegn Kalmar en Hallbera Guðný Gísladóttir var ekki í leikmannahóp Kalmar.

Agla María Albertsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Häcken sem er með 21 stig í öðru sætinu en Kalmar er með 6 stig í þrettánda sætinu.

Þá kom Amanda Andradóttir inn á á 69. mínútu hjá Kristianstad þegar liðið vann 2:0-útisigur gegn Hammarby en Emilía Óskarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad.

Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, er með 15 stig í sjötta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert