Skagfirðingurinn kveður Rúmeníu

Rúnar Már Sigurjónsson í leik með Cluj.
Rúnar Már Sigurjónsson í leik með Cluj. Ljósmynd/CFR Cluj

Knattspyrnumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur yfirgefið rúmenska félagið Cluj. Staðfesti hann tíðindin á Instagram í dag.

Rúnar kom til Cluj frá Astana í Kasakstan árið 2020, lék 24 deildarleiki með liðinu og skoraði sex mörk. Varð liðið rúmenskur meistari bæði tímabil Rúnars hjá félaginu.

Miðjumaðurinn hefur hinsvegar lítið verið með í ár og aðeins spilað tvo leiki eftir áramót, hvorugan í byrjunarliði.

Rúnar Már hefur einnig leikið með Grashopper og St. Gallen í Sviss og Sundsvall í Svíþjóð síðan hann fór út í atvinnumennsku árið 2013. Þá hefur hann leikið 32 landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert