Mark Skagamannsins það flottasta (myndskeið)

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fallegasta mark 31. umferðarinnar í danska …
Hákon Arnar Haraldsson skoraði fallegasta mark 31. umferðarinnar í danska fótboltanum. Ljósmynd/FC Kaupmannahöfn

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrra mark FC Kaupmannahafnar í 2:0-útisigri á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina.

Markið var afar huggulegt en hann kláraði glæsilega utan teigs eftir sendingu frá Rasmus Falk. Markið hefur nú verið valið mark 31. umferðarinnar af forráðamönnum deildarinnar.

Markið var ekki aðeins fallegt heldur mjög mikilvægt því liðið er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar ein umferð er eftir og í afar góðri stöðu í baráttunni um danska meistaratitilinn.

Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is