Fyrrum markvörður Rangers látinn

Andy Goram.
Andy Goram. Ljósmynd/Action Images

Knattspyrnumaðurinn Andy Goram, fyrrum markvörður Rangers, er látinn aðeins 58 ára gamall eftir stutta baráttu við krabbamein. 

Goram spilaði 260 leiki fyrir Rangers á árunum 1991-98 og vann fimm skoska úrvalsdeildartitla, þrjá skoska bikara og tvo deildarbikara. 

Hann lék einnig fyrir lið eins og Oldham og Hiberninan og á 43 leiki að baki fyrir skoska landsliðið á árunum 1985-1998. Hann var byrjunarliðsmarkvörður á EM 1992 og 1996. 

mbl.is