Messi byrjaði með látum

Lionel Messi skorar í kvöld.
Lionel Messi skorar í kvöld. AFP/Jean-Philippe Ksiazek

Frakklandsmeistarar París SG unnu sannfærandi 5:0-útisigur á Clermont Foot í fyrstu umferð frönsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld.

Neymar, Achraf Hakimi og Marquinhos skoruðu allir í fyrri hálfleik og sáu til þess að hálfleikstölur væru 3:0.

Eftir það var komið að Lionel Messi, því hann gerði fjórða mark Parísarliðsins á 80. mínútu og fimmta markið á 86. mínútu og þar við sat.

mbl.is