Berglind frábær í Noregi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði og lagði upp í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði og lagði upp í dag. AFP

Íslenski landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði og lagði upp í 4:0 sigri Brann á Lyn í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Berglind byrjaði leikinn og lagði upp mark fyrir Tameka Yallop strax á þriðju mínútu. Hún skoraði svo þriðja mark Brann á 42. mínútu. 

Berglind var svo tekin af velli á 68. mínútu fyrir Svövu Rós Guðmundsdóttur. 

Brann trónir á toppi deildarinnar með 43 stig, fimm fleiri en næsta lið. 

Jónatan Ingi Jónsson lagði upp mark Sogndal í 1:2 tapi gegn KFUM Ósló í norsku B-deildinni í dag. 

Jónatan og Hörður Ingi Gunnarsson byrjuðu báðir leikinn en Valdimar Ingimundarson var ekki í hóp. Sogndal er í sjöunda sæti með 29 stig. 

mbl.is
Loka