Guðmundur lagði upp í tapi

Guðmundur Þórarinsson í búningi OFI Krítar.
Guðmundur Þórarinsson í búningi OFI Krítar. Ljósmynd/OFI Crete

Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark OFI Krítar í tapi gegn Olympiacos, 2:1, í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Guðmundur lagði upp mark fyrir Nouha Dicko á 19. mínútu sem kom Krít yfir í leiknum. Cédric Bakambu jafnaði metin á 40. mínútu eftir undirbúning James Rodriguez og það var svo Youssef El Arabi sem skoraði sigurmarkið á 76. mínútu.

OFI Krít er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 20 leiki. Olympiacos er í þriðja sæti með 42 stig.

mbl.is