Real hársbreidd frá titlinum

Joselu og Nacho Fernandez eftir þriðja markið í leik dagsins.
Joselu og Nacho Fernandez eftir þriðja markið í leik dagsins. AFP/Oscar del Pozo

Real Madrid vann sterkan, 3:0, heimasigur á Cadiz í spænsku 1. deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld og er nálægt því að tryggja sér spænska meistaratitilinn.

Real er nú með 87 stig á toppi deildarinnar.

Staðan var 0:0 í hálfleik en fyrsta markið skoraði Brahim Diaz eftir stoðsendingu frá Luka Modric á 51. mínútu.

Jude Bellingham skoraði svo annað mark leiksins á 68. mínútu en hann kom inn á af bekknum aðeins tveimur mínútum fyrir það.

Bellingham var ekki í byrjunarliði því hann var að glíma við smávægileg veikindi og Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real sagði að hann væri ekki alveg búin að jafna sig á þeim. Hann lét þau samt ekki stoppa sig.

Joselu skoraði svo þriðja mark Real á 93. mínútu. 

Thibaut Courtois spilaði hans fyrsta leik og hélt hreinu eftir erfið meiðsli.

Barcelona og Girona eigast við í dag en liðin eru í 2. og 3. sæti deildarinnar og ef Barcelona vinnur ekki leikinn þá er Real sófameistari en fjórar umferðir eru eftir af mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert