Ísak og félagar í kjörstöðu

Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með Fortuna Düsseldorf.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með Fortuna Düsseldorf. Ljósmynd/Düsseldorf

Ísak Bergmann Jóhannesson og liðsfélagar hans í Fortuna Düsseldorf standa einstaklega vel að vígi í umspili um laust sæti í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hafa unnið öruggan útisigur á Bochum, 3:0, í fyrri leik liðanna í kvöld.

Síðari leikur liðanna fer fram í Düsseldorf næstkomandi mánudagskvöld og þarf Bochum að girða sig í brók ætli liðið að halda sæti sínu í 1. deildinni á næsta tímabili.

Bochum hafnaði í þriðja neðsta sæti deildarinnar og Düsseldorf í þriðja efsta sæti B-deildarinnar.

Ísak Bergmann kom inn á sem varamaður hjá Düsseldorf á 80. mínútu í stöðunni 3:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert