Sambandið fengið 277 milljónir vegna árangurs Heimis

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Ljósmynd/@jff_football

Jamaíska knattspyrnusambandið hefur þegar fengið 277 milljónir íslenskra króna vegna árangurs Heimis Hallgrímsson, þjálfara karlalandsliðs þjóðarinnar. 

ESPN greinir frá. Ástæðan er sú að landsliðið tryggði sér inn á lokakeppni Ameríkubikarsins, Copa America, sem fram fer í Bandaríkjunum 20. júni til 14. júlí. 

Jamaíka tryggði sér sætið með því að komast í úrslitaleik Þjóðadeildar Norður-Ameríku þar sem liðið mátti þola svekkjandi tap fyrir Bandaríkjunum.

Verðlaunafé í Ameríkubikarnum hefur aldrei verið hærra. Allar þjóðir fá tvær milljónir fyrir þátttöku á mótinu. 

Jamaíka er í riðli með Mexíkó, Ekvador og Venesúela en komist liðið í undanúrslitin fær sambandið auka 554 milljónir króna. 

Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslit en 16 lið taka þátt á mótinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert