Íslensku skíðamennirnir úr leik á HM

Benjamin Raich á fullri ferð í fyrri umferðinni í morgun.
Benjamin Raich á fullri ferð í fyrri umferðinni í morgun. AP

Íslensku skíðamennirnir Björgvin Björgvinsson frá Dalvík og Jóhann Friðrik Haraldsson úr KR féllu báðir úr keppni í fyrri umferð svigsins á heimsmeistaramótinu í St Anton í morgun. Þeir féllu einnig í fyrri umferð stórsvigsins á fimmtudag. Austurríkismenn eru í þremur fyrstu sætunum eftir fyrri umferðina í sviginu. Síðari umferðin hefst klukkan 12:30.

Staða efstu manna eftir fyrri umferð:

1. Benjamin Raich, Aust., 50,18
2. Mario Matt, Aust., 50,22
3. Heinz Schilchegger, Aust., 50,41
4. Kjetil Andrè Aamodt, Nor., 51,27
5. Rainer Schönfelder, Aust., 51,47
6. Matjaz Vrohvnik, Slóv., 51,49
7. Mitja Kunz, Slóv., 51,52
8. Rene Mlekuz, Slóv., 51,62
9. Pierrick Bourgeat, Frakkl., 51,69
10. Jure KOSIR, Slóv., 51,91.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert