Meisam fékk silfur á Evrópuleikunum

Meisam Rafiei á verðlaunapallinum, lengst til vinstri.
Meisam Rafiei á verðlaunapallinum, lengst til vinstri.

Íslenski taekvondo-maðurinn Meisam Rafiei vann til silfurverðlauna á Háskólaleikum Evrópu sem fram fóru í Rijeka í Króatíu og lauk um síðustu helgi.

Meisam keppti í -58 kg flokki og sigraði keppinauta frá Frakklandi og Hvíta-Rússlandi en tapaði afar naumlega fyrir Stephan Dimitrov frá Moldóvu í úrslitum. Þeir mættust tvisvar og Dimitrov vann 3:2 í fyrra skiptið og síðan á gullstigi eftir 5:5 jafntefli.

Meisam vann til gullverðlauna á þessu sama móti fyrir ári.

mbl.is