Þakklát fyrir æðislega upplifun

Elsa Guðrún Jónsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir

Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði varð á miðvikudaginn fyrsta íslenska konan til að keppa í skíðagöngu á Ólympíuleikum. Elsa keppti í 10 km göngu með frjálsri aðferð í Pyeongchang í gær og hafnaði í 78. sæti af 90 keppendum.

„Þegar ég stóð á „startlínunni“ hugsaði ég með mér að ég væri komin á Ólympíuleikana og það í Suður-Kóreu. Það var æðisleg upplifun sem ég er þakklát fyrir,“ sagði Elsa þegar Morgunblaðið heyrði í henni hljóðið í gær en tími hennar var 31:12,8 mínútur. Var hún 6,12 mínútum á eftir ólympíumeistaranum Ragnhild Haga frá Noregi. Charlotte Kalla frá Svíþjóð fékk silfrið og Marit Björgen frá Noregi bronsið.

„Við fengum auk þess geggjað veður, sól og hita. Nú var nánast enginn vindur miðað við það sem verið hefur síðustu daga. Aðstæður voru því fullkomnar.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert