Táningur sló tveggja áratuga gamalt Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson t.v. og Ívar Kristinn Jónsson t.h.
Kolbeinn Höður Gunnarsson t.v. og Ívar Kristinn Jónsson t.h. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska frjálsíþróttafólkið hreppti fjögur gull á Smáþjóðameist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um í Liechten­stein í dag. Þá sló hinn 16 ára hlaupari, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Íslandsmet sem var eldra en hún sjálf.

FH-ingurinn Kol­beinn Höður Gunn­ars­son tók gullið í 200 metra hlaupi. Kolbeinn hljóp á 20,89 sekúndum sem er jafnframt hans besti tími á ferlinum en áður hljóp hann á 20,96 sekúndum.

Kol­beinn hafnaði svo í 4. sæti í 100 metra hlaupi. Hann hljóp á 10,79 sek­únd­um, sem er um 0,2 sek­únd­um frá hans besta ár­angri. Ari Bragi Kára­son tók fimmta sætið í sama hlaupi er hann hljóp á 10,94 sek­únd­um, 0,4 sek­únd­um frá hans besta ár­angri. 

Í 400 metra hlaupi var svo Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR, fyrstur í mark á tímanum 47,76 sekúndur. Er það sömuleiðis persónulegt met en áður hljóp hann á 48,02 sekúndum.

ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason var svo efstur í kringlukasti er hann kastaði 60,25 metra, tæpum þremur metrum frá hans besta kasti.

Að lokum varð íslenska sveitin í 1.000 metra boðhlaupi hlutskörpust er þeir Kristinn Torfason, Ari Bragi Kárason, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ívar Kristinn Jasonarson komu í mark á tímanum 1:52,71.

Tíana Ósk Whitworth.
Tíana Ósk Whitworth. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri íslendingar tóku þó þátt á leikunum með misgóðum árangri. Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir varð fjórða í kúlu­varpi. Hún varpaði lengst 14,26 metra og var 1 sentímtra frá 3. sæt­inu. Erna var rúm­um metra frá sín­um besta ár­angri í grein­inni.

16 ára sló 20 ára gamalt Íslandsmet

María Rún Gunn­laugs­dótt­ir var fjórða í 100 metra grinda­hlaupi á 14,38 sek­únd­um, sem er henn­ar besti ár­ang­ur. Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir og Tiana Ósk Whitworth urðu í 4. og 5. sæti í 100 metra hlaupi kvenna. Guðbjörg hljóp á 11,72 sek­únd­um og Tiana á 11,87 sek­únd­um, sem er ná­lægt þeirra besta ár­angri.

Guðbjörg Jóna fékk silfur er hún hljóp á 23,61 sekúndu í 200 metra hlaupi og setti þar nýtt Íslandsmet sem hafði staðið í rúm 20 ár. Guðbjörg er aðeins 16 ára gömul en metið átti Guðrún Arnardóttir frá árinu 1997 er hún hljóp á 23,81 sekúndu í Danmörku. Hlaup Guðbjargar dugði þó ekki til sigurs en Zakiyya Hasanova frá Azerbajdzhan varð efst á tímanum 23,56.

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH fékk svo brons í 400 metra hlaupi en hún kom í mark á 56,49 sekúndum.

Íslenska sveitin í boðhlaupi kvenna tók silfur en þær Tíana Ósk, Þórdís Eva, Guðbjörg Jóna og Hrafnhildur Hermóðsdóttir komu í mark á tímanum 2:11,36.

Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR nældi sér í silfur í kringlukasti með kasti sínu upp á 52,80 metra, 43 sentimetrum frá gullinu. Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir úr UMSS nældi í bronsið í hástökkvi með því að stökkva hæst 1,73 metra.

Guðni Valur Guðnason
Guðni Valur Guðnason mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is