SA Víkingar taka þátt í Evrópukeppni

SA ER Íslandsmeistari í íshokkíi.
SA ER Íslandsmeistari í íshokkíi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarar karla í íshokkíi, SA Víkingar, taka þátt í Evrópukeppni í lok mánaðarins. SA er í A-riðli í IIHF Continental-bikarnum og er leikið í Sofíu í Búlgaríu. SA fetar þar með í fótspor Esju sem varð fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppni á síðasta ári. 

SA er í riðli með Irbis-Skate Sofia frá Búlgaríu, Zeytinburnu Istanbul frá Tyrklandi og HC Bat Yam frá Ísrael. Leikirnir fara fram 28.-30. september. Efsta liðið fer áfram í 2. umferð sem fram fer í Riga í Lettlandi um miðjan október. 

mbl.is