SA styrkti stöðuna á toppnum

SA-maðurinn Jordan Steger og Ingþór Árnason hjá Birninum í baráttu …
SA-maðurinn Jordan Steger og Ingþór Árnason hjá Birninum í baráttu í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

SA vann góðan 3:2-heimasigur á Birninum í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld. Með sigrinum styrkti SA stöðu sína á toppi deildarinnar og náði fjögurra stiga forskoti á SR. 

Jussi Sipponen var sterkur hjá SA og skoraði fyrstu tvö mörk liðsins, en þess á milli jafnaði Kristers Bormanis fyrir Björninn. Thomas Stuart-Dant kom SA í 3:1 í þriðja leikhluta, áður en Bormanis minnkaði muninn í blálokin með sínu öðru marki. 

Nær komst Björninn hins vegar ekki og meistararnir eru áfram á sigurbraut. SA er með 16 á toppnum, fjórum stigum á undan SR. Björninn er í þriðja og neðsta sæti með fimm stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert