Hilmar Snær í 20. sæti á HM

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. mbl.is/Hari

Hilmar Snær Örvarsson úr skíðadeild Víkings hafnaði í 20. sæti í stórsvigi á heimsmeistaramóti fatlaðra í alpagreinum en mótið fer fram í Kranjska Gora í Slóveníu.

Hilmar var einnig í 20. sæti eftir fyrri ferðina en almennt voru langflestir ögn lengur niður brekkuna í síðari ferðinni. Í fyrri ferðinni var Hilmar 1:10.47 mín. en þá síðari fór hann á 1:12.56 mín.

Hilmar tekur þátt í svigkeppninni á miðvikudag sem er þá lokakeppnisdagur hans á heimsmeistaramótinu. Sigurvegari í stórsviginu í dag var Frakkinn Arthur Bauchet, sem var einnig fyrstur eftir fyrri ferðina í morgun.    

Í síðustu viku varð Hilmar Snær fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð fatlaðra í alpagreinum. Hann varð þá hlutskarpastur í svigi á móti sem fram fór í Zagreb.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert