Djokovic og Biles valin hjá Laureus

Novak Djokovic með verðlaunin í Mónakó í kvöld.
Novak Djokovic með verðlaunin í Mónakó í kvöld. AFP

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles og serbneski tenniskappinn Novak Djokovic voru valin Laureus-íþróttakona og -íþróttakarl ársins 2018 í hófi sem haldið var með mikilli viðhöfn í Mónakó í kvöld.

Laureus-akademían sem stendur fyrir valinu er skipuð 68 fyrrverandi stórstjörnum úr íþróttaheiminum.

Simone Biles er fremsta fimleikakona heims.
Simone Biles er fremsta fimleikakona heims. AFP

Þetta er í annað sinn sem Biles verður fyrir valinu en hún hreppti hnossið einnig fyrir tveimur árum. Biles varð fjórfaldur heimsmeistari í áhaldafimleikum á síðasta ári, fyrst kvenna í sögunni. 

Djokovic vann þessi eftirsóttu verðlaun í fjórða sinn og skaut m.a. Kylian Mbappé, Eliud Kipchoge og LeBron James ref fyrir rass í kjörinu að þessu sinni. Djokovic vann m.a. Wimbledon-mótið og Opna bandaríska meistaramótið á síðasta ári eftir að hafa náð sér af afar erfiðum meiðslum.

Heimsmeistarar Frakka í knattspyrnu karla voru valdir lið ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert