Fimm mörk ekki nóg fyrir Ísland

Axel Snær Orongan skoraði fyrir Ísland.
Axel Snær Orongan skoraði fyrir Ísland. Ljósmynd/Gunnar

Íslenska U18 ára landslið karla í íshokkíi mátti þola 5:7-tap fyrir Búlgaríu í fyrsta leik sínum í A-riðli 3. deildarinnar í dag. Riðillinn er leikinn í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu. 

Búlgaría vann fyrsta leikhlutann 2:1, annan leikhlutann 4:3 og skoruðu bæði lið eitt mark í þriðja og síðasta leikhlutanum. 

Gunnar Arason, Kári Arnarsson, Axel Snær Orongan, Baltasar Hjálmarsson og Atli Sveinsson skoruðu mörk Íslands. Íslenska liðið mætir Ísrael á morgun í öðrum leik sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert