Heppinn að vera á lífi

Chris Froome verður á spítala næstu sex vikurnar.
Chris Froome verður á spítala næstu sex vikurnar. AFP

Einn besti hjólreiðamaður heims, Chris Froome, segist vera heppinn að vera á lífi eftir slys sem hann varð fyrir á hjóli sínu. Froome hjólaði þá á vegg á 60 kílómetra hraða. Froome braut þó nokkur bein í líkamanum í slysinu m.a í hálsi, fótum, olnboga og svo brotnuðu nokkur rifbein. 

Froome verður á spítala næstu sex vikurnar og er ólíklegt að hann keppi aftur á þessu ári. „Ég er heppinn að vera á lífi í dag og ég á starfsfólki sjúkrahússins mikið að þakka. Ég mun horfa fram á veginn og ég ætla mér að komast aftur í fremstu röð," sagði Froome við enska fjölmiðla. 

Slysið varð þegar Froome tók hendurnar af stýrinu og sterk vindhviða fleytti honum á vegginn. Froome missti meðvitund og var fluttur með sjúkraþyrlu á spítala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert