Albert og Sveinbjörg með tvö heimsmet

Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir.
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir. Ljósmynd/archery.is

Albert Ólafsson og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi settu tvö heims- og Evrópumet á heimsbikarmóti í Berlín sem lauk í gær.

Metin voru fyrir blandaða liðakeppni 50 ára og eldri. Þau fengu 104 stig í undankeppninni og settu heimsmet og bættu það svo um tíu stig í útsláttarkeppninni. 

Það er keppt í opnum flokki á heimsbikarmótum en þar sem keppt er á sömu vegalengdum í opnum flokki og í 50+ flokki. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland setur heimsmet og/eða Evrópumet.

Parið setti metin á þriðjudaginn og miðvikudaginn í síðustu viku en staðfesting á fyrsta metinu frá heimssambandinu var að berast rétt í þessu.

Þess má geta að þetta er fyrsta alþjóðlega mótið þeirra og parið byrjaði fyrir rúmu ári. Parið heldur svo á European Master Games (Öldungaleikana) í lok þessa mánaðar.

Albert Ólafsson.
Albert Ólafsson. Ljósmynd/archery.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert