Íslenska sveitin fyrst í mark á nýju meti

Íslenska sigursveitin
Íslenska sigursveitin Ljósmynd/FRÍ

Ísland vann sín þriðju gullverðlaun á Norðurlandamóti U19 ára í frjálsum íþróttum í Kristiansand í Noregi í dag. Íslenska sveitin kom fyrst í mark í 4x400 metra boðhlaupi kvenna. 

Þær Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu á 3:44,99 mínútum og settu í leiðinni stúlknamet bæði 18-19 ára og 20-22 ára. 

Áður höfðu Erna Sóley Gunnarsdóttir unnið í kúluvarpi og Kristján Viggó Sigfinnsson í hástökki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert