Hádramatískt tap hjá Gylfa (myndskeið)

Gylfi Þór Sig­urðsson og sam­herj­ar hans hjá Evert­on máttu þola afar naumt 2:3-tap fyr­ir Bright­on á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Gylfi byrjaði á vara­manna­bekk Evert­on en kom inn á eft­ir 30 mín­útna leik vegna meiðsla Bern­ard.

Gylfi mætti til leiks í stöðunni 1:1. Pascal Gross hafði þá komið Bright­on yfir en Adam Web­ster jafnað fyr­ir Evert­on með sjálfs­marki. Dom­inic Cal­vert-Lew­in kom Evert­on yfir á 74. mín­útu en sex mín­út­um síðar jafnaði Neil Maupay fyr­ir Bright­on. 

Allt stefndi í 2:2-jafn­tefli en á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans skoraði Lucas Dig­ne sjálfs­mark og tryggði Bright­on sig­ur­inn í leiðinni. Bright­on er í tólfta sæti deild­ar­inn­ar með tólf stig og Evert­on er í sextánda sæti með tíu stig, aðeins tveim­ur stig­um meira en Sout­hampt­on sem er í fallsæti. 

Mörkin og tilþrifin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is