Anna og Sander unnu fyrsta mótið

Verðlaunahafar á Stórmóti TSÍ.
Verðlaunahafar á Stórmóti TSÍ.

Anna Soffía Grönholm úr TFK og Sander Ponnet frá Belgíu sigruðu í meistaraflokki á fyrsta tennismóti ársins í mótaröð Tennissambands Íslands sem lauk í Tennishöllinni í Kópavogi á sunnudaginn. Alls kepptu 82 í fimm aldursflokkum á mótinu. 

Raj K. Bonifacius og Sander Ponnet eftir úrslitaleikinn.
Raj K. Bonifacius og Sander Ponnet eftir úrslitaleikinn.

Í blönduðum meistaraflokki vann Sander Ponnet sigur á Raj K. Bonifacius úr Víkingi í úrslitaleik, 6:4 og 6:3. Sander er skiptinemi frá Belgíu sem stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Anna Soffía komst lengst kvenna á mótinu og síðan Soffía Sóley Jónasdóttir úr TFK.

Fimmtán börn tóku þátt í mini-tennis þar sem þau Bryndís Roxana Soloman (HMR) og Daníel Thor Kristjánsson (Víkingi) unnu alla sína leiki.

Björn August Björnsson Schmitz úr Víkingi sigraði í flokki U10 ára, Ómar Páll Jónasson úr TFK vann bæði í flokki U12 ára stráka og U14 ára stráka, Garima Nitinkumar Kalguade úr Víkingi í flokki U12 ára stúlkna og Eygló Dís Ármannsdóttir úr Fjölni í flokki U14 ára stúlkna.

Næsta mót í mótaröð TSÍ verður Íslandsmótið innanhúss dagana 26.-28. mars.

Frá mótinu í Tennishöll Kópavogs.
Frá mótinu í Tennishöll Kópavogs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert