Federer bætist í hópinn

Roger Federer
Roger Federer AFP

Tennisgoðsögnin Roger Federer hefur nú bæst í fríðan flokk íþróttafólks sem lætur mikið fé af hendi rakna til að styðja við baráttuna við kórónuveiruna. 

Federer og eiginkona hans gáfu 1 milljón svissneskra franka til fjölskyldna í Sviss sem eiga um sárt að binda. Upphæðin er um 143 milljónir íslenskra króna. 

Federer hefur tuttugu sinnum unnið einliðaleik á risamóti í tennis og er einn sá sigursælasti í íþróttinni frá upphafi. 

mbl.is