Bikarmótaröðin fer af stað

mbl.is/Kristinn Magnússon

Um næstu helgi verður Haustmót Skautasambands Íslands haldið í Skautahöllinni á Akureyri.

Mótið er fyrsta mót Bikarmótaraðar ÍSS en þar safna keppendur stigum fyrir félög sín. Bikarmeistari síðasta tímabils verður krýndur á mótinu þar sem fella þurfti niður Vormótið í mars á þessu ári.

Fjölmargir keppendur eru skráðir til leiks samkvæmt tilkynningu frá Skautasambandinu en keppt verður bæði á laugardag og sunnudag.  

mbl.is