Poulter um höggið við gosið: „Þetta er heitt“

Ian Poulter var ánægður með járnahögg Kristins Sölva Sigurgeirssonar, enda …
Ian Poulter var ánægður með járnahögg Kristins Sölva Sigurgeirssonar, enda falleg sveifla og vel „strike-aður“ bolti úr erfiðri legu. Ljósmynd/Samsett

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson hefur heldur betur vakið athygli á netheimum í dag, eða myndband af honum öllu heldur þar sem hann slær golfkúlu út í ólgandi hraunið við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Einn stærsti íþróttamiðill heims, Sports Illustrated, deildi meðal annars myndbandinu á tiktok-síðu sinni. 

Hinn enski og skrautlegi kylfingur Ian Poulter skrifaði svo athugasemd við myndbandið af Kristni Sölva, en því var deilt á instagram-reikningnum Golfrabble. Um 119 þúsund manns fylgja síðunni. 

„Þetta er heitt,“ sagði Poulter um höggið ótrúlega. 

View this post on Instagram

A post shared by GOLF RABBLE (@golfrabble)

Ian Poulter, sem er í 63. sæti heimslistans í golfi, hefur sigrað þrisvar á PGA-mótaröðinni, mótaröð þeirra bestu, 12 sinnum á Evrópumótaröðinni og svo hefur hann sex sinnum tekið þátt í Ryder-bikarnum fyrir hönd Evrópu.

Hann er einna þekktastur fyrir frammistöðu sína í Ryder-bikarnum enda hefur Evrópa unnið bikarinn í fimm skipti af þeim sex sem Poulter hefur verið í liði Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert