Endar einn sá eftirsóttasti hjá Chelsea?

Erling Braut Haaland skoraði 41 mark fyrir Dortmund á nýliðinni …
Erling Braut Haaland skoraði 41 mark fyrir Dortmund á nýliðinni leiktíð. AFP

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea vonast til þes sað kaupa Erling Braut Haaland frá Borussia Dortmund í sumar. Það er Fabrizio Romano, fréttamaður hjá Sky Sports, sem greinir frá þessu.

Haaland, sem er tvítugur að árum, hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu undanfarin ár en hann gekk til liðs við Dortmund frá RB Salzburg í janúar 2020.

Norski framherjinn skoraði 27 mörk í 28 leikjum í þýsku 1. deildinni á síðustu leiktíð en alls skoraði hann 41 mark í öllum keppnum fyrir Dortmund á tímabilinu.

Þýska félagið vill fá í kringum 150 milljónir punda fyrir framherjann en Chelsea er sagt skoða það alvarlega að leggja fram tilboð í leikmanninn.

Haaland er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa Dortmund næsta sumar fyrir 68 milljónir punda en hann hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu undanfarna mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert