Fjögurra ára bann þjálfarans stendur

Sir Mo Farah lenti í storminum þegar fyrrverandi þjálfari hans …
Sir Mo Farah lenti í storminum þegar fyrrverandi þjálfari hans var úrskurðaður í bann. AFP

Þjálfarinn frægi, Alberto Salazar, má ekki koma nálægt þjálfun frjálsíþróttafólks næstu tvö árin. 

Salazar var dæmdur í fjögurra ára bann fyrir brot á reglum bandaríska lyfjaeftirlitsins. Úrskurðururinn féll fyrir tveimur árum síðan en í dag tapaði Salazar áfýjun sinni og fjögurra ára bannið stendur. 

Salazar er 63 ára gamall og naut mikillar virðingar sem þjálfari en var þó umdeildur. Margir hlauparar hafa náð miklum árangri undir hans stjórn og má þar nefna Bretann Mo Farah sem er margfaldur ólympíumeistari í 5 og 10 þúsund metrum. 

Panorama gerði heimildaþátt um Salazar sem BBC sýndi árið 2015 sem vakti mikla athygli og margar spurningar. 

Á þessu ári kom út heimildamyndin Nike´s Big Bet sem fjallar að stórum hluta um Salazar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert