EM í hættu vegna matareitrunar

Myndirnar sem Anton Sveinn setti á Instagram.
Myndirnar sem Anton Sveinn setti á Instagram. Ljósmynd/@antonmckee

Anton Sveinn McKee okkar besti sundmaður er að undirbúa sig fyrir EM, sem styttist í, en undirbúningurinn er ekki áfallalaus. Anton er kominn með matareitrun.

Anton setti inn skemmtilega færslu á Instagram með samanburðarmynd af því hvernig þetta byrjaði og hvernig staðan er í dag.

„How it started vs. How it’s going. Undirbúningur fyrir EM50 tók skarpa beygju með skæðri magaeitrun í byrjun vikunnar. Hef aldrei upplifað annað eins (sjá mynd 2). Núna er það eina í boði að taka smá “auka hvíld” og reyna ná sér fyrir EM. Ég er allur að koma til og vonast til að klára tímabilið með stæl í Róm,“ skrifar Anton Sveinn McKee undir mynd sína sem hann setti á Instagram.

„Ég set enn þá stefnuna að keppa á EM en það fer eftir því hvernig næstu dagar ganga hvort ég keppi í bæði 100 og 200. Ef ég sleppi 100 fæ ég tvo aukadaga til að ná mér,“ segir Anton í viðtali við Vísi.

Á fyrstu myndinni má sjá hann glaðan að gæða sér á sushi sem var að öllum líkindum skemmt:

Ljósmynd/@antonmckee

Á annarri myndinni situr hann á klósettinu, ekki jafn glaður að hafa fengið sér sushi:

Ljósmynd/@antonmckee

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert